Viðskipti innlent

Friðrik hættur hjá LIVE

Hörður Ægisson skrifar
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur aðstöðu í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur aðstöðu í Húsi verslunarinnar.
Friðrik Nikulásson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE), hefur hætt störfum hjá sjóðnum.

Í samtali við Markaðinn staðfestir Friðrik að samkomulag hafi náðst um að hann myndi láta af störfum síðastliðinn föstudag. Friðrik hefur verið yfirmaður eignastýringar lífeyrissjóðsins frá árinu 2010. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti lífeyrissjóður landsins.

Samtals námu eignir sjóðsins 665 milljörðum króna í árslok 2017. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðsins í fyrra var 5,7 prósent og hækkuðu eignir sjóðsins um samtals 62 milljarða á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×