Viðskipti innlent

Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tölurnar byggja á tölum Þjóðskrár um vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 1,9 prósent í febrúar.
Tölurnar byggja á tölum Þjóðskrár um vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 1,9 prósent í febrúar. Vísir
Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en tölurnar byggja á tölum Þjóðskrár um vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 1,9 prósent í febrúar.

Að því er segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs er þetta í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem fasteignaverð og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækka jafn hratt á einu ári.

„Frá miðju ári 2015 tók fasteignaverð að hækka hraðar en leiguverð en nú virðist stærðirnar fyljast í auknu mæli að, þar sem fasteignaverð hefur tekið að róast.

 

Til samanburðar hafa laun nú hækkað um 7,2% á ársgrundvelli samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Árshækkun fasteignaverðs og leigu er því ofar hækkun launa, en slík hefur verið þróunin frá því í janúar 2017 þegar bæði leiga og fasteignaverð fóru að hækka hraðar en laun,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×