Þau vilja verða aðstoðarseðlabankastjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:05 Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson á fundi með blaðamönnum. Vísir/Vilhelm Þrettán umsækjendur um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra uppfylltu menntunarkrafa laga um Seðlabanka. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri hefur í tvígang verið skipaður aðstoðarseðlabankastjóri en lög Seðlabankans koma í veg fyrir að hann geti sótt um þriðja sinni. Embætti aðstoðarseðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar 21. febrúar og umsóknarfrestur rann út 19. mars. Meðal umsækjenda eru Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Í auglýsingu fyrir starfið kom fram að umsækjendur skyldu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þeir ættu að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Þá var gerð krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur sem uppfylla menntunarkröfur laga um Seðlabanka Íslands eru: Daníel Svavarsson, hagfræðingur. Guðrún Johnsen, hagfræðingur. Stefán Hjalti Garðarsson, reikni- og fjármálaverkfræðingur. Jón Þ. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ludvik Elíasson, hagfræðingur. Ólafur Margeirsson, hagfræðingur. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur. Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur Tryggvi Guðmundsson, hagfræðingur. Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur. Forsætisráðherra mun nú, í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Ísland, skipa nefnd til að meta hæfi umsækjenda. Niðurstaða hæfnisnefndar verður ráðgefandi fyrir forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:45 Nafn eins umsækjanda hefur verið fjarlægt af listanum og eru þau því tólf núna. Ástæðan er sú að viðkomandi hafði óskað eftir því að nafn hans yrði ekki birt. Ef til stæði að birta nöfn myndi viðkomandi draga umsóknina til baka. Forsætisráðuneytið hefur uppfært listann á heimasíðu sinni eftir athugasemd umsækjandans. Vistaskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Þrettán umsækjendur um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra uppfylltu menntunarkrafa laga um Seðlabanka. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri hefur í tvígang verið skipaður aðstoðarseðlabankastjóri en lög Seðlabankans koma í veg fyrir að hann geti sótt um þriðja sinni. Embætti aðstoðarseðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar 21. febrúar og umsóknarfrestur rann út 19. mars. Meðal umsækjenda eru Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Í auglýsingu fyrir starfið kom fram að umsækjendur skyldu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þeir ættu að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Þá var gerð krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur sem uppfylla menntunarkröfur laga um Seðlabanka Íslands eru: Daníel Svavarsson, hagfræðingur. Guðrún Johnsen, hagfræðingur. Stefán Hjalti Garðarsson, reikni- og fjármálaverkfræðingur. Jón Þ. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ludvik Elíasson, hagfræðingur. Ólafur Margeirsson, hagfræðingur. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur. Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur Tryggvi Guðmundsson, hagfræðingur. Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur. Forsætisráðherra mun nú, í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Ísland, skipa nefnd til að meta hæfi umsækjenda. Niðurstaða hæfnisnefndar verður ráðgefandi fyrir forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:45 Nafn eins umsækjanda hefur verið fjarlægt af listanum og eru þau því tólf núna. Ástæðan er sú að viðkomandi hafði óskað eftir því að nafn hans yrði ekki birt. Ef til stæði að birta nöfn myndi viðkomandi draga umsóknina til baka. Forsætisráðuneytið hefur uppfært listann á heimasíðu sinni eftir athugasemd umsækjandans.
Vistaskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira