Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:04 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manninum. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi. Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21