Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 20:16 Lögreglubíll keyrir fram hjá höfuðstöðvum Cambridge Analytica í miðborg London. Vísir/AFP Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram. Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45