Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar