Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun