Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar 5. janúar 2025 16:59 Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun