Kæra fyrrverandi og núverandi eiginmann sinn fyrir mansal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 13:20 Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann var hafnað. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja. Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja.
Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira