Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 15:00 George Clinton á tónleikum. vísir/getty George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin Secret Solstice Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin
Secret Solstice Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira