Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Hörður Ægisson skrifar 28. mars 2018 06:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, en leigufélagið stefnir að skráningu á aðalmarkað í byrjun maí. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móðurfélag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráðgjafastarfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heimavelli GP var slitið í október síðastliðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjánssonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla, báðir 2,5 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfestinga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjárfestingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 milljarðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri.Sjá einnig: Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á árinu 2016 nam hagnaður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arðgreiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fagfjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 prósent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heimavellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjármögnun við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn.Sjá einnig: Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson og eignarhaldsfélagið Brimgarðar. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móðurfélag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráðgjafastarfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heimavelli GP var slitið í október síðastliðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjánssonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla, báðir 2,5 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfestinga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjárfestingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 milljarðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri.Sjá einnig: Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á árinu 2016 nam hagnaður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arðgreiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fagfjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 prósent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heimavellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjármögnun við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn.Sjá einnig: Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson og eignarhaldsfélagið Brimgarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00
Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00