Segja mikilvægast að stöðva prestinn Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2018 09:00 Guðný Hallgrímsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir kærðu áreitni sr. Ólafs Jóhannssonar til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustdögum. Vísir/Stefán Það voru gríðarleg vonbrigði og erfið lífsreynsla að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tryði ekki sögum okkar,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, ein þeirra fimm kvenna sem kærðu áreitni sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustdögum. Allar konurnar fimm eru tengdar kirkjunni með einum eða öðrum hætti. Anna Sigríður Helgadóttir er söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Guðbjörg Ingólfsdóttir er starfsmaður Kirkjuhússins, sr. Guðný Hallgrímsdóttir er prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, sóknarkirkju sr. Ólafs, og Rósa Kristjánsdóttir er djákni sem starfar sem deildarstjóri sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Þær sökuðu sr. Ólaf um að hafa brotið gegn þeim. „Að okkar mati er mikilvægt að stöðva þessa hegðun sr. Ólafs. Nú höfum við gefið kirkjunni sögu okkar. Það skiptir okkur máli að hafa skilað skömminni frá okkur,“ segir Elín Sigrún.Í lagi að brjóta einu sinni af sér? Mál kvennanna voru skoðuð af úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem fimm mismunandi mál. Þeim var ekki steypt saman í eitt líkt og hefur tíðkast í dómsmálum. „Sögurnar okkar eru mjög líkar og sýna að hann hefur beitt okkur sams konar áreitni. Samt eru sögurnar teknar til skoðunar líkt og gerendurnir hafi verið fimm talsins en ekki einn gerandi. Allur vafi er túlkaður honum í hag,“ segir Guðbjörg. Í einu málanna er um að ræða ítrekuð brot á yfir fimmtán ára tímabili. Í öðru varði háttsemi hans í um hálft ár. Í þessum tveimur málum var sr. Ólafur fundinn sekur um siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga. Í hinum þremur málunum var um að ræða einstakt tilvik. „Það virðist hafa verið þannig að ef brotið er einu sinni á konu þá sé það í lagi en ef brotin eru ítrekuð þá sé það ámælisvert. Að okkar mati sendir það ekki góð skilaboð að það sé í lagi að brjóta einu sinni af sér gagnvart hverri konu,“ segir Guðbjörg. Sr. Guðný tekur í sama streng. „Ég er aðallega sorgmædd og skil ekki hvernig fólk getur hagað sér. Okkur þykir vænt um kirkjuna okkar og við viljum að svona hegðun sé ekki liðin innan hennar.“ Sr. Ólafur var kjörinn formaður Prestafélags Íslands 29. apríl árið 2004 og gegndi þeirri stöðu í nokkur ár. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst brotlegur meðan hann sat í því embætti og sýnt af sér háttsemi sem er brot á siðareglum félagsins. Konur hafa sakað hann um að fara langt út fyrir velsæmismörk í samskiptum um langt árabil. Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota ræddi við hann árið 2010 og var hann skikkaður í sálfræðimeðferð á þeim tíma. Aftur var hann svo skikkaður í sálfræðimeðferð síðastliðið sumar.Úrskurðurinn var áfall „Ég finn ekki fyrir létti því máli mínu er ekki enn lokið. Ég hefði ekki trúað því í upphafi hvað þetta yrði erfið vegferð,“ segir sr. Guðný og hinar konurnar taka allar undir. Nýliðinn vetur hafi reynst þeim erfiður. Þær hafi allar fundið fyrir depurð og þyngslum. Elín Sigrún segist hafa hugsað um það hvort það væri ekki tilgangslaust að hvetja aðrar konur til að leita réttar síns. „Það var mér áfall að úrskurðarnefnd tryði ekki sögunni minni og þá hugsaði ég hvort ég myndi hvetja aðrar konur til að gera hið sama. Á þeim tíma sá ég engan tilgang með þessari vegferð,“ segir hún. Hún skipti fljótt um skoðun eftir að úrskurðir málanna fimm voru gerðir opinberir. Það sé mikilvægt að þegja ekki og segja sögu sína. „Ég efaðist aldrei á meðan málið var til skoðunar um að það hefði verið rétt að segja sögu mína. Það var mikil reynsla fólgin í því að lesa þessar sögur sem ég hafði heyrt hvíslað í gegnum síma eða bak við lokaðar dyr þegar þær voru gerðar opinberar. Sumar okkar hafa burðast með sögu sína lengi. Mikilvægast er að skila skömminni og það höfum við svo sannarlega gert,“ segir Elín og segir enga þolendur eiga að þurfa að bera slíkar byrðar.Kvenprestar upplifað markaleysi „Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli og gott að finna fyrir stuðningi úr margvíslegum áttum,“ segir Rósa og sr. Guðný bætir við að það sé eins og að skjaldborg hafi verið slegið um konurnar fimm. Þær hafi fengið mikinn stuðning innan sem utan kirkjunnar í gegnum allt ferlið. „Einnig verður að halda því til haga að það eru fleiri kvenprestar sem hafa upplifað markaleysi af hálfu sr. Ólafs og því má segja að ég stígi fram einnig í þeirra nafni. Kvenprestar landsins hafa veitt okkur mikinn stuðning og það er alveg óendanlega dýrmætt,“ segir sr. Guðný. Nýverið ákvað sr. Ólafur að áfrýja málunum tveimur þar sem hann er sakaður um siðferðisbrot. „Það er alveg ljóst með þessum áfrýjunum að hann sér ekkert athugavert við þá hegðun sem hann hefur gerst sekur um. Það er eiginlega með ólíkindum,“ segir Anna Sigríður. „Þetta er ekki eitt einangrað tilvik heldur hegðun sem hefur varað í langan tíma. Og að sjá ekkert athugavert við hegðun sína sem svo margir lýsa sem áreitni finnst mér vera til marks um að hann iðrist ekki gjörða sinna og geri sér ekki grein fyrir því að hann hafi gert neitt rangt,“ bætir hún við.Vafinn allur með sr. Ólafi Það er sársaukafull reynsla að verða fyrir ofbeldi og það er ekki sársaukalaus vegferð að kæra þann sem hefur valdið manni þessum sársauka. Það eru í flestum tilvikum þungbær skref fyrir brotaþola að rifja upp málin, segja frá þeim í heyranda hljóði og koma þeim frá sér til annarra sem vinna úr sögunum. Sögur kvennanna fimm eru með þeim hætti að þær lýsa sömu háttseminni. Lögmaður sr. Ólafs hefur ýjað að því að um samantekin ráð kvennanna hafi verið að ræða þar sem þær hafi samhæft vitnisburði sína. Konurnar benda á hinn bóginn á að þær hafi svo sannarlega ekki gert það heldur séu sögurnar til vitnis um að gerandinn sé einn og hinn sami í öllum málunum. Guðbjörg segir allan vafa vera sakborningi í hag í þessum málum. „Það er eins og um fimm ólíka gerendur sé að ræða en ekki einn mann. Ef við lesum sögurnar okkar saman sem eina heild sjáum við sömu samskiptin og sama háttalagið. Það er það sem okkur þykir leiðinlegt, að okkur er ekki trúað.“Kirkjan sé örugg Tilgangur kvennanna með að kæra til úrskurðarnefndarinnar var að stöðva þessa háttsemi. Bæði gagnvart þeim fimm en einnig þeim konum sem hann kynni að brjóta á með sama hætti í framtíðinni. Var þeim því, að þeirra mati, skylt að tilkynna háttsemi hans til yfirmanns hans, biskups Íslands „Kirkjan á að vera öruggur staður fyrir alla þar sem allir fá skjól. Á okkur var brotið og því var eina leiðin að kæra það ofbeldi til þess að stuðla að því að kirkjan verði það sem hún á að vera. Kirkjan á að vera kærleiksríkur vettvangur sem líður ekki óréttlæti,“ segir Anna Sigríður. „Við erum stoltar af því að hafa sagt frá þessu þótt það hafi verið erfitt á köflum og gríðarlega lærdómsríkt.“Söfnuðir læri af málinu Mál tveggja kvennanna, sr. Guðnýjar og Guðbjargar, er nú til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Málum Elínar Sigrúnar, Önnu Sigríðar og Rósu er lokið. Eftir að áfrýjunarnefndin kemst að niðurstöðu mun biskup þurfa að taka ákvörðun um framtíð sr. Ólafs í starfi sem sóknarprestur í Grensáskirkju. Sr. Guðný er eina konan í hópnum sem er með starfsaðstöðu í kirkjunni þar sem sr. Ólafur er sóknarprestur. Hún segir andann í kirkjunni vera mjög góðan í dag og að sr. María Ágústsdóttir, settur sóknarprestur í stað sr. Ólafs, hafi unnið stórvirki við að laga andrúmsloftið. „Það er gaman að mæta til vinnu og starfsandinn er mjög góður,“ segir sr. Guðný. Ef til þess kemur að sr. Ólafur mæti aftur til vinnu í Grensáskirkju eftir þetta langa leyfi, hvernig sér sr. Guðný fyrir sér að það geti gengið upp? ,,Ég held að tíminn verði að leiða það í ljós hvernig þetta allt mun fara. Hins vegar bið ég þess og vona að söfnuðir þjóðkirkjunnar, hvort sem það er söfnuður Grensáskirkju eða einhver annar, læri af þessu ömurlega máli og hafi kjark og þor til að takast á við erfið og óþægileg mál. Þögnin er verst, það höfum við lært.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Það voru gríðarleg vonbrigði og erfið lífsreynsla að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tryði ekki sögum okkar,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, ein þeirra fimm kvenna sem kærðu áreitni sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustdögum. Allar konurnar fimm eru tengdar kirkjunni með einum eða öðrum hætti. Anna Sigríður Helgadóttir er söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Guðbjörg Ingólfsdóttir er starfsmaður Kirkjuhússins, sr. Guðný Hallgrímsdóttir er prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, sóknarkirkju sr. Ólafs, og Rósa Kristjánsdóttir er djákni sem starfar sem deildarstjóri sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Þær sökuðu sr. Ólaf um að hafa brotið gegn þeim. „Að okkar mati er mikilvægt að stöðva þessa hegðun sr. Ólafs. Nú höfum við gefið kirkjunni sögu okkar. Það skiptir okkur máli að hafa skilað skömminni frá okkur,“ segir Elín Sigrún.Í lagi að brjóta einu sinni af sér? Mál kvennanna voru skoðuð af úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem fimm mismunandi mál. Þeim var ekki steypt saman í eitt líkt og hefur tíðkast í dómsmálum. „Sögurnar okkar eru mjög líkar og sýna að hann hefur beitt okkur sams konar áreitni. Samt eru sögurnar teknar til skoðunar líkt og gerendurnir hafi verið fimm talsins en ekki einn gerandi. Allur vafi er túlkaður honum í hag,“ segir Guðbjörg. Í einu málanna er um að ræða ítrekuð brot á yfir fimmtán ára tímabili. Í öðru varði háttsemi hans í um hálft ár. Í þessum tveimur málum var sr. Ólafur fundinn sekur um siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga. Í hinum þremur málunum var um að ræða einstakt tilvik. „Það virðist hafa verið þannig að ef brotið er einu sinni á konu þá sé það í lagi en ef brotin eru ítrekuð þá sé það ámælisvert. Að okkar mati sendir það ekki góð skilaboð að það sé í lagi að brjóta einu sinni af sér gagnvart hverri konu,“ segir Guðbjörg. Sr. Guðný tekur í sama streng. „Ég er aðallega sorgmædd og skil ekki hvernig fólk getur hagað sér. Okkur þykir vænt um kirkjuna okkar og við viljum að svona hegðun sé ekki liðin innan hennar.“ Sr. Ólafur var kjörinn formaður Prestafélags Íslands 29. apríl árið 2004 og gegndi þeirri stöðu í nokkur ár. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst brotlegur meðan hann sat í því embætti og sýnt af sér háttsemi sem er brot á siðareglum félagsins. Konur hafa sakað hann um að fara langt út fyrir velsæmismörk í samskiptum um langt árabil. Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota ræddi við hann árið 2010 og var hann skikkaður í sálfræðimeðferð á þeim tíma. Aftur var hann svo skikkaður í sálfræðimeðferð síðastliðið sumar.Úrskurðurinn var áfall „Ég finn ekki fyrir létti því máli mínu er ekki enn lokið. Ég hefði ekki trúað því í upphafi hvað þetta yrði erfið vegferð,“ segir sr. Guðný og hinar konurnar taka allar undir. Nýliðinn vetur hafi reynst þeim erfiður. Þær hafi allar fundið fyrir depurð og þyngslum. Elín Sigrún segist hafa hugsað um það hvort það væri ekki tilgangslaust að hvetja aðrar konur til að leita réttar síns. „Það var mér áfall að úrskurðarnefnd tryði ekki sögunni minni og þá hugsaði ég hvort ég myndi hvetja aðrar konur til að gera hið sama. Á þeim tíma sá ég engan tilgang með þessari vegferð,“ segir hún. Hún skipti fljótt um skoðun eftir að úrskurðir málanna fimm voru gerðir opinberir. Það sé mikilvægt að þegja ekki og segja sögu sína. „Ég efaðist aldrei á meðan málið var til skoðunar um að það hefði verið rétt að segja sögu mína. Það var mikil reynsla fólgin í því að lesa þessar sögur sem ég hafði heyrt hvíslað í gegnum síma eða bak við lokaðar dyr þegar þær voru gerðar opinberar. Sumar okkar hafa burðast með sögu sína lengi. Mikilvægast er að skila skömminni og það höfum við svo sannarlega gert,“ segir Elín og segir enga þolendur eiga að þurfa að bera slíkar byrðar.Kvenprestar upplifað markaleysi „Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli og gott að finna fyrir stuðningi úr margvíslegum áttum,“ segir Rósa og sr. Guðný bætir við að það sé eins og að skjaldborg hafi verið slegið um konurnar fimm. Þær hafi fengið mikinn stuðning innan sem utan kirkjunnar í gegnum allt ferlið. „Einnig verður að halda því til haga að það eru fleiri kvenprestar sem hafa upplifað markaleysi af hálfu sr. Ólafs og því má segja að ég stígi fram einnig í þeirra nafni. Kvenprestar landsins hafa veitt okkur mikinn stuðning og það er alveg óendanlega dýrmætt,“ segir sr. Guðný. Nýverið ákvað sr. Ólafur að áfrýja málunum tveimur þar sem hann er sakaður um siðferðisbrot. „Það er alveg ljóst með þessum áfrýjunum að hann sér ekkert athugavert við þá hegðun sem hann hefur gerst sekur um. Það er eiginlega með ólíkindum,“ segir Anna Sigríður. „Þetta er ekki eitt einangrað tilvik heldur hegðun sem hefur varað í langan tíma. Og að sjá ekkert athugavert við hegðun sína sem svo margir lýsa sem áreitni finnst mér vera til marks um að hann iðrist ekki gjörða sinna og geri sér ekki grein fyrir því að hann hafi gert neitt rangt,“ bætir hún við.Vafinn allur með sr. Ólafi Það er sársaukafull reynsla að verða fyrir ofbeldi og það er ekki sársaukalaus vegferð að kæra þann sem hefur valdið manni þessum sársauka. Það eru í flestum tilvikum þungbær skref fyrir brotaþola að rifja upp málin, segja frá þeim í heyranda hljóði og koma þeim frá sér til annarra sem vinna úr sögunum. Sögur kvennanna fimm eru með þeim hætti að þær lýsa sömu háttseminni. Lögmaður sr. Ólafs hefur ýjað að því að um samantekin ráð kvennanna hafi verið að ræða þar sem þær hafi samhæft vitnisburði sína. Konurnar benda á hinn bóginn á að þær hafi svo sannarlega ekki gert það heldur séu sögurnar til vitnis um að gerandinn sé einn og hinn sami í öllum málunum. Guðbjörg segir allan vafa vera sakborningi í hag í þessum málum. „Það er eins og um fimm ólíka gerendur sé að ræða en ekki einn mann. Ef við lesum sögurnar okkar saman sem eina heild sjáum við sömu samskiptin og sama háttalagið. Það er það sem okkur þykir leiðinlegt, að okkur er ekki trúað.“Kirkjan sé örugg Tilgangur kvennanna með að kæra til úrskurðarnefndarinnar var að stöðva þessa háttsemi. Bæði gagnvart þeim fimm en einnig þeim konum sem hann kynni að brjóta á með sama hætti í framtíðinni. Var þeim því, að þeirra mati, skylt að tilkynna háttsemi hans til yfirmanns hans, biskups Íslands „Kirkjan á að vera öruggur staður fyrir alla þar sem allir fá skjól. Á okkur var brotið og því var eina leiðin að kæra það ofbeldi til þess að stuðla að því að kirkjan verði það sem hún á að vera. Kirkjan á að vera kærleiksríkur vettvangur sem líður ekki óréttlæti,“ segir Anna Sigríður. „Við erum stoltar af því að hafa sagt frá þessu þótt það hafi verið erfitt á köflum og gríðarlega lærdómsríkt.“Söfnuðir læri af málinu Mál tveggja kvennanna, sr. Guðnýjar og Guðbjargar, er nú til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Málum Elínar Sigrúnar, Önnu Sigríðar og Rósu er lokið. Eftir að áfrýjunarnefndin kemst að niðurstöðu mun biskup þurfa að taka ákvörðun um framtíð sr. Ólafs í starfi sem sóknarprestur í Grensáskirkju. Sr. Guðný er eina konan í hópnum sem er með starfsaðstöðu í kirkjunni þar sem sr. Ólafur er sóknarprestur. Hún segir andann í kirkjunni vera mjög góðan í dag og að sr. María Ágústsdóttir, settur sóknarprestur í stað sr. Ólafs, hafi unnið stórvirki við að laga andrúmsloftið. „Það er gaman að mæta til vinnu og starfsandinn er mjög góður,“ segir sr. Guðný. Ef til þess kemur að sr. Ólafur mæti aftur til vinnu í Grensáskirkju eftir þetta langa leyfi, hvernig sér sr. Guðný fyrir sér að það geti gengið upp? ,,Ég held að tíminn verði að leiða það í ljós hvernig þetta allt mun fara. Hins vegar bið ég þess og vona að söfnuðir þjóðkirkjunnar, hvort sem það er söfnuður Grensáskirkju eða einhver annar, læri af þessu ömurlega máli og hafi kjark og þor til að takast á við erfið og óþægileg mál. Þögnin er verst, það höfum við lært.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00