Örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu við Leifsstöð Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. mars 2018 12:30 Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum. Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum.
Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32