Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira