Íslensk ferðaskrifstofa er með yfir 100 miða á Argentínuleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 16:15 Það er enn möguleiki að komast á Argentínuleikinn í Moskvu en það er dýrt. vísir/getty Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00
Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti