Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 11:30 Gina Haspel er 61 árs gömul og hefur starfað fyrir leyniþjónustuna frá árinu 1985. Hún var á framabraut þar til upp komst um pyntingaráætlun stofnunarinnar. Vísir/AFP Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50