Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er orðinn efins um úrsögn úr ASÍ eftir nýlegar breytingar á stjórn Eflingar stéttarfélags. Vísir/Stefán „Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00