Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 09:22 Ólafur Jóhannesson tók við Val árið 2014 og gerði þá að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili. vísir/anton brink Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15