Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:30 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir stöðuna stál í stál í kjaradeilu félagsins við ríkið. Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. „Þetta er bara stál í stál hjá okkur,“ segir Áslaug í samtali við Vísi aðspurð um stöðuna í viðræðunum en deilan er á borði ríkissáttasemjara. Þrír fundir hafa verið haldnir í deilunni, sá síðasti var á miðvikudaginn í liðinni og sá næsti hefur verið boðaður næsta miðvikudag. Áslaug segir ljósmæður og samninganefndina einfaldlega ekki sammála um hvað þurfi að koma til svo leysa megi deiluna. Hún segir Ljósmæðrafélagið leggja megináherslu á það að ljósmæður lækki ekki launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag.Vilja ekki lækka í launum eftir að hafa bætt við sig í námi „Staðreyndin er að launaþróun ljósmæðra hefur dregist aftur úr síðustu ár, það er ekki að segja ekki miðlægt heldur á stofnunum. Hluti af kjörum ljósmæðra eru stofnanasamningar. Þar hefur okkur ekki gengið vel og þar höfum við dregist aftur. Nú er svo komið að mjög margar ljósmæður lækka í launum og það sjá það allir að þetta er alveg út í hött að lækka í launum við tveggja ára viðbótarnám. Við erum að leggja áherslu á að það gerist ekki og er svona meginmál okkar núna. Þetta er grundvallaratriði sem mér finnst að ætti að vera borðleggjandi,“ segir Áslaug. Hún segir samninganefnd ríkisins bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum en Áslaug segir launaþróun ljósmæðra hafa verið slakari en annarra félaga í BHM. „Við erum ekki að biðja um meiri hækkanir miðlægt heldur en BHM fékk. Við erum að biðja um aðstoð á stofnunum þannig að við getum landað þar stofnanasamningum og grunnraðað á rétta staði þannig að þær lækki ekki í launum við útskrift,“ segir Áslaug. „Stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur“ Fjölmennur félagsfundur var hjá ljósmæðrum í gærkvöldi þar sem Áslaug fór yfir stöðuna í viðræðunum. „Við vorum að velta upp hvaða möguleikar eru í stöðunni, hvað við getum gert, en ég var líka fyrst og fremst að spyrja ljósmæður hvort þær sætta sig við þetta eða ekki og það var einróma samþykkt að það væri alls ekki ásættanlegt og kæmi ekki til greina.“ Áslaug segir að staðan sé sú að ljósmæður vilji alls ekki fara í verkfall á ný. „Við vinnum náttúrulega í verkfalli því við þurfum að viðhalda neyðarmönnun. Það var dregið af öllum ljósmæðrum, hvort sem þær unnu vinnuna eða ekki. Þær unnu á dögum sem ekki voru verkfallsdagar og unnu sannarlega þá vinnu og það var dregið af laununum þeirra. Við unnum það mál í héraðsdómi en við bíðum enn eftir dómi Hæstaréttar og fá laun fyrir unna vinnu. Núna er stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur heldur er verið að velta fyrir sér hvaða aðrar aðgerðir við getum gripið til og vakið athygli á okkar baráttu,“ segir Áslaug. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á vefnum til styrktar kjarabaráttu ljósmæðra og söfnuðust strax um 2000 undirskriftir á einum sólarhring, að sögn Áslaugar. Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir stöðuna stál í stál í kjaradeilu félagsins við ríkið. Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. „Þetta er bara stál í stál hjá okkur,“ segir Áslaug í samtali við Vísi aðspurð um stöðuna í viðræðunum en deilan er á borði ríkissáttasemjara. Þrír fundir hafa verið haldnir í deilunni, sá síðasti var á miðvikudaginn í liðinni og sá næsti hefur verið boðaður næsta miðvikudag. Áslaug segir ljósmæður og samninganefndina einfaldlega ekki sammála um hvað þurfi að koma til svo leysa megi deiluna. Hún segir Ljósmæðrafélagið leggja megináherslu á það að ljósmæður lækki ekki launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag.Vilja ekki lækka í launum eftir að hafa bætt við sig í námi „Staðreyndin er að launaþróun ljósmæðra hefur dregist aftur úr síðustu ár, það er ekki að segja ekki miðlægt heldur á stofnunum. Hluti af kjörum ljósmæðra eru stofnanasamningar. Þar hefur okkur ekki gengið vel og þar höfum við dregist aftur. Nú er svo komið að mjög margar ljósmæður lækka í launum og það sjá það allir að þetta er alveg út í hött að lækka í launum við tveggja ára viðbótarnám. Við erum að leggja áherslu á að það gerist ekki og er svona meginmál okkar núna. Þetta er grundvallaratriði sem mér finnst að ætti að vera borðleggjandi,“ segir Áslaug. Hún segir samninganefnd ríkisins bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum en Áslaug segir launaþróun ljósmæðra hafa verið slakari en annarra félaga í BHM. „Við erum ekki að biðja um meiri hækkanir miðlægt heldur en BHM fékk. Við erum að biðja um aðstoð á stofnunum þannig að við getum landað þar stofnanasamningum og grunnraðað á rétta staði þannig að þær lækki ekki í launum við útskrift,“ segir Áslaug. „Stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur“ Fjölmennur félagsfundur var hjá ljósmæðrum í gærkvöldi þar sem Áslaug fór yfir stöðuna í viðræðunum. „Við vorum að velta upp hvaða möguleikar eru í stöðunni, hvað við getum gert, en ég var líka fyrst og fremst að spyrja ljósmæður hvort þær sætta sig við þetta eða ekki og það var einróma samþykkt að það væri alls ekki ásættanlegt og kæmi ekki til greina.“ Áslaug segir að staðan sé sú að ljósmæður vilji alls ekki fara í verkfall á ný. „Við vinnum náttúrulega í verkfalli því við þurfum að viðhalda neyðarmönnun. Það var dregið af öllum ljósmæðrum, hvort sem þær unnu vinnuna eða ekki. Þær unnu á dögum sem ekki voru verkfallsdagar og unnu sannarlega þá vinnu og það var dregið af laununum þeirra. Við unnum það mál í héraðsdómi en við bíðum enn eftir dómi Hæstaréttar og fá laun fyrir unna vinnu. Núna er stemningin ekki þannig að verkfall sé fýsilegur kostur heldur er verið að velta fyrir sér hvaða aðrar aðgerðir við getum gripið til og vakið athygli á okkar baráttu,“ segir Áslaug. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á vefnum til styrktar kjarabaráttu ljósmæðra og söfnuðust strax um 2000 undirskriftir á einum sólarhring, að sögn Áslaugar.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45