Eitt skrautlegasta fyrirtæki landsins fær milljón á kíló Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 23:15 Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15
Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00
Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30
Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51