Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. mars 2018 07:45 Simon Cox fékk málið á heilann eins og margir aðrir. Nichole Rees Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira