Kynsnillingur var áður Taumlaus transi Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. mars 2018 15:30 Páll Óskar Hjálmtýsson muní kvöld stíga aftur á svið sem Frank N' Furter en hann lék hlutverkið fyrir 27 árum síðan í uppfærslu leikfélags MH. Visir/Grímur Bjarnason Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld uppsetningu sína á söngleiknum Rocky Horror. Páll Óskar Hjálmtýsson mun þar endurtaka hlutverk sitt sem Frank N’ Furter en hlutverkið lék hann fyrir 27 árum síðan í uppfærslu leikfélags MH. Var sú uppfærsla hin fyrsta á verkinu hér á landi. Gerð var ný þýðing fyrir uppsetninguna og var hún í höndum Braga Valdimars Skúlasonar. Textinn hefur tekið nokkrum breytingum frá upprunalegri þýðingu. Má þar nefna íslenska þýðingu á texta lagsins Sweet Transvestite. Í upprunalegri þýðingu frá árinu 1991 hét lagið Taumlaus transi en í nýrri þýðingu Braga Valdimars heitir lagið Kynsnillingur. Eflaust eru einhverjir lesendur farnir að kannast við lagið en það hefur ómað á öldum ljósvakans síðastliðna viku. Frank N’ Furter sem áður söng að hann væri „töff og taumlaus transi frá kynfráu Transylvaníu“ syngur því nú að hann sé „kynóður kynsnillingur frá kynsegin Transylvaníu.“ „Transi er úrelt og niðrandi orð yfir transfólk.“ segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands í samtali við Vísi, en Trans Ísland eru samtök transfólks á Íslandi. Öldu finnst frábært að textinn hafi fengið uppfærslu og er sérlega ánægt með orðið kynsnillingur. „Það er náttúrulega alltaf að breytast orðanotkunin í kringum trans. Það er eðlilegra að breyta því heldur en ekki.“ Þegar Alda er spurt hver viðbrögðin hefðu verið ef textinn hefði ekki hlotið uppfærslu segir hún að þá hefði eflaust eitthvað heyrst frá Trans Íslandi. Innlent Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Hrá og hressileg költsýning Söngleikurinn Rocky Horror verður frumsýndur í mars. Ákveðið var að ráðast í að þýða allt heila klabbið upp á nýtt og til þessa verks var fenginn Bragi Valdimar, sá frómi textasnillingur, en honum fannst verkið erfitt en skemmtilegt. 1. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld uppsetningu sína á söngleiknum Rocky Horror. Páll Óskar Hjálmtýsson mun þar endurtaka hlutverk sitt sem Frank N’ Furter en hlutverkið lék hann fyrir 27 árum síðan í uppfærslu leikfélags MH. Var sú uppfærsla hin fyrsta á verkinu hér á landi. Gerð var ný þýðing fyrir uppsetninguna og var hún í höndum Braga Valdimars Skúlasonar. Textinn hefur tekið nokkrum breytingum frá upprunalegri þýðingu. Má þar nefna íslenska þýðingu á texta lagsins Sweet Transvestite. Í upprunalegri þýðingu frá árinu 1991 hét lagið Taumlaus transi en í nýrri þýðingu Braga Valdimars heitir lagið Kynsnillingur. Eflaust eru einhverjir lesendur farnir að kannast við lagið en það hefur ómað á öldum ljósvakans síðastliðna viku. Frank N’ Furter sem áður söng að hann væri „töff og taumlaus transi frá kynfráu Transylvaníu“ syngur því nú að hann sé „kynóður kynsnillingur frá kynsegin Transylvaníu.“ „Transi er úrelt og niðrandi orð yfir transfólk.“ segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands í samtali við Vísi, en Trans Ísland eru samtök transfólks á Íslandi. Öldu finnst frábært að textinn hafi fengið uppfærslu og er sérlega ánægt með orðið kynsnillingur. „Það er náttúrulega alltaf að breytast orðanotkunin í kringum trans. Það er eðlilegra að breyta því heldur en ekki.“ Þegar Alda er spurt hver viðbrögðin hefðu verið ef textinn hefði ekki hlotið uppfærslu segir hún að þá hefði eflaust eitthvað heyrst frá Trans Íslandi.
Innlent Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Hrá og hressileg költsýning Söngleikurinn Rocky Horror verður frumsýndur í mars. Ákveðið var að ráðast í að þýða allt heila klabbið upp á nýtt og til þessa verks var fenginn Bragi Valdimar, sá frómi textasnillingur, en honum fannst verkið erfitt en skemmtilegt. 1. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30
Hrá og hressileg költsýning Söngleikurinn Rocky Horror verður frumsýndur í mars. Ákveðið var að ráðast í að þýða allt heila klabbið upp á nýtt og til þessa verks var fenginn Bragi Valdimar, sá frómi textasnillingur, en honum fannst verkið erfitt en skemmtilegt. 1. febrúar 2018 10:30