Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-23 | Fram fer inn í úrslitakeppnina með sigri Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 17. mars 2018 16:15 Sandra Erlingsdóttir í leik með ÍBV á móti Fram í vetur. vísir/anton Fram vann ÍBV í lokaumferð Olísdeildar kvenna í dag, 28-23. ÍBV átti erfitt uppdráttar í dag en staðan í hálfleik var 14-8, Fram í vil. Eyjakonur mættu ekki til leiks fyrr en í seinni hluta fyrri hálfleiks. Fyrsta markið skoruðu þær á 11. míntútu leiksins og staðan þá 6-1. Fram hélt áfram að bæta í og munurinn orðinn 7 mörk þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 11-4 en staðan þegar flautað var til hálfleiks var 14-8. Greta Kavaliauskaite meiddist í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. Samkvæmt sjúkraþjálfurum liðanna er talið að hún sé handarbrotin sem væri mikið áfall fyrir ÍBV ef rétt reynist. Síðari hálfleikurinn hófst á svipuðum nótum - Fram var með 8 marka forystu í stöðunni 17-9 en þá kom fínn kafli hjá ÍBV og náðu Eyjakonur að minnka muninn niður í 4 mörk þegar stundarfjórðungur var eftir, 21-17. ÍBV var þó ekki með nægilegan kraft til að halda áfram að saxa á forskotið. Fram tók völdin á vellinum á ný og lauk leiknum með 5 marka sigri, 28-23.Af hverju vann Fram? Framstelpur mættu gríðalega vel skipulagðar og agaðar til leiks á meðan ÍBV mætti alls ekki til leiks. Vörn, sókn og markvarsla voru flott í dag.Hverjar stóðu upp úr? Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, var einn besti leikmaður Fram eins og svo oft áður, með um 40% markvörslu. Liðið allt átti fínan leik - Ragnheiður Júlíusdóttir skilaði sínu í vörn og sókn og þá var það Elísabet Gunnarsdóttir sem var markahæst í liði heimakvenna með 5 mörk. Sandra Erlingsdóttir var besti leikmaður ÍBV. Hún byrjaði leikinn rólega en gafst aldrei upp þrátt fyrir að aðrir leikmenn væru farnir að hengja haus. Sandra var með 11 mörk, þar af 8 úr vítum.Hvað gekk illa? Allur leikur ÍBV gekk illa. Leikmenn liðsins töpuðu ítrekað boltanum, auðveldar sendingar fóru forgörðum, þeir nýttu færin sín illa og vörnin var óskipulögð. Þá munar heldur betur um það að þeirra besti leikmaður, Ester Óskarsdóttir, átti afar slakan leik.Hvað er framundan? Þetta var lokaumferð Olís deildarinnar svo framundan hjá liðunum er úrslitakeppnin um sjálfan íslandsmeistara titilinn. Þar mætast þessi lið, Fram og ÍBV. Ansi erfitt verkefni framundan fyrir ÍBV.Hrafnhildur: Algjörlega vonlaust verkefni „Við áttum aldrei möguleika í þessum leik,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Við vorum arfaslakar, sem er mjög dapurt þegar svona mikið er undir. Okkur vantar greinilega kjark og þor til að keppa um einhverja titla.“ ÍBV byrjaði leikinn hreint út sagt hræðilega og engu líkara en að þær hefðu mætt beint úr Herjólfi í leikinn en Hrafnhildur segir að svo hafi ekki verið, þær komu til lands í gærkvöldi og fengu góðan undirbúning fyrir þennan leik. „Undirbúningur var frábær. Við komum í gærkvöldi, gistum á hótel Örk og gátum ekki fengið betri undirbúning fyrir þennan leik. Ég sá mjög fljótt í hvað stefndi og var alveg sorglegt að sjá hversu fljótir leikmenn voru að hengja haus. Það var erfitt að reyna að peppa þær upp í leikhléum, þær löbbuðu um með hangandi haus og maður sjálfur missti bara trúna.“ ÍBV átti enn möguleika á deildarmeistaratitlinum fyrir leikinn í dag og því ótrúlegt að sjá hversu illa undirbúnar þær mættu til leiks, það verður þó ekki tekið af Fram að þær eru með ógnasterkt lið sem hefur nú unnið ÍBV fjórum sinnum í vetur. „Það er stórfurðulegt að þetta lið nái ekki að peppa sig upp fyrir þennann leik, og við fáum Fram í úrslitakeppninni svo það bíða okkar einhverjir 3-5 leikir gegn þeim.“ Ester Óskarsdóttir átti vægt til orða tekið slæman leik í dag, það gekk ekkert upp hjá þessari stórskyttu sem hefur annars átt frábært tímabil með ÍBV en gengið illa í öllum leikjunum gegn Fram. „Ester átti nátturlega sinn skelfilegasta leik í vetur núna í dag, hún var sorglega slök. Hún fór kannski hálf inn í þennann leik en hún var tæp í hælnum,“ segir Hrafnhildur og bætir því við að ástandið á hópnum sem ekki nægilega gott sem stendur og óvíst með framhaldið hjá Gretu. „Við lendum í því að Greta (Greta Kavaliauskaite) meiðist og er líklega handabrotin, Sandra Dís fær mígrenis kast og sá ekkert, svo á tímabili þá hafði ég enga til að vera fyrir utan. Ástandið akkurat núna er virkilega svart og ég sé hreinlega ekki hvernig við ætlum að fara inní fyrsta leik gegn Fram 3. apríl.“ „Það er bara grín að reyna að halda einhverju öðru fram en að Fram sé ekki með besta liðið í dag. Þær eru með lang mestu breiddina og eru lang, lang líklegastar til að vinna þennann titil. Ég er bara að fara inní mjög erfitt verkefni og eins og staðan er núna, algjörlega vonlaust verkefni.“ Ragnheiður: Ég bjóst við þeim betri„Ég bjóst við ÍBV vel stefndum í dag og miklu betri ef ég á að vera hreinskilin“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram. „Við vorum gríðalega ósáttar með leikinn á miðvikudaginn gegn Haukum, hann fór illa í okkur, við mættum mjög illa til leiks og fórum algjörlega með deildarmeistaratitilinn. Það gaf okkur ákveðin styrk að mæta vel einbeittar til leiks í dag. Eins og ég sagði þá bjóst ég við ÍBV betri í dag en við ákváðum bara að halda áfram að keyra á þær, ná upp stemningu í vörninni og fá Guðrúnu til að verja“ sagði Ragnheiður og hló en það er orðið hálfgert grín hvað Guðrún Dís á alltaf góða leiki í markinu hjá Fram. „Miðað við síðasta leik þá var vörnin ekki nægilega góð en við náðum að bæta vörnina í dag og þá kemur markvarslan alltaf.“ sagði Ragnheiður sem hafði lítið út á leik Fram að setja en er ósátt með hvernig þær mæta í seinni hálfleikinn „Undafarið erum við ekki að mæta nógu vel til leiks í seinni hálfleik, það virðist alltaf eitthvað gerast sem veldur því að við missum leikinn niður, það er klárlega eitthvað sem við verðum að bæta fyrir úrslitakeppnina.“ Fram, eins og áður hefur komið fram, mætir ÍBV í úrslitakeppninni. Fram hefur unnið allar fjórar viðureignir liðanna í vetur, en spurningin var þá hvort ÍBV hafi verið óska mótherji fyrir úrslitin? „Mér persónulega er alveg sama hvaða liði við hefðum mætt. Það er bara gríðalega mikilvægt að hafa heimaleikjaréttinn, þar sem þetta eru tvö lið sem treysta á sína heimavelli, það er alltaf mikil stemning í Eyjum, alltaf fullt hús og ég er bara ótrúlega spennt fyrir þessu.“ Olís-deild kvenna
Fram vann ÍBV í lokaumferð Olísdeildar kvenna í dag, 28-23. ÍBV átti erfitt uppdráttar í dag en staðan í hálfleik var 14-8, Fram í vil. Eyjakonur mættu ekki til leiks fyrr en í seinni hluta fyrri hálfleiks. Fyrsta markið skoruðu þær á 11. míntútu leiksins og staðan þá 6-1. Fram hélt áfram að bæta í og munurinn orðinn 7 mörk þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 11-4 en staðan þegar flautað var til hálfleiks var 14-8. Greta Kavaliauskaite meiddist í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. Samkvæmt sjúkraþjálfurum liðanna er talið að hún sé handarbrotin sem væri mikið áfall fyrir ÍBV ef rétt reynist. Síðari hálfleikurinn hófst á svipuðum nótum - Fram var með 8 marka forystu í stöðunni 17-9 en þá kom fínn kafli hjá ÍBV og náðu Eyjakonur að minnka muninn niður í 4 mörk þegar stundarfjórðungur var eftir, 21-17. ÍBV var þó ekki með nægilegan kraft til að halda áfram að saxa á forskotið. Fram tók völdin á vellinum á ný og lauk leiknum með 5 marka sigri, 28-23.Af hverju vann Fram? Framstelpur mættu gríðalega vel skipulagðar og agaðar til leiks á meðan ÍBV mætti alls ekki til leiks. Vörn, sókn og markvarsla voru flott í dag.Hverjar stóðu upp úr? Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, var einn besti leikmaður Fram eins og svo oft áður, með um 40% markvörslu. Liðið allt átti fínan leik - Ragnheiður Júlíusdóttir skilaði sínu í vörn og sókn og þá var það Elísabet Gunnarsdóttir sem var markahæst í liði heimakvenna með 5 mörk. Sandra Erlingsdóttir var besti leikmaður ÍBV. Hún byrjaði leikinn rólega en gafst aldrei upp þrátt fyrir að aðrir leikmenn væru farnir að hengja haus. Sandra var með 11 mörk, þar af 8 úr vítum.Hvað gekk illa? Allur leikur ÍBV gekk illa. Leikmenn liðsins töpuðu ítrekað boltanum, auðveldar sendingar fóru forgörðum, þeir nýttu færin sín illa og vörnin var óskipulögð. Þá munar heldur betur um það að þeirra besti leikmaður, Ester Óskarsdóttir, átti afar slakan leik.Hvað er framundan? Þetta var lokaumferð Olís deildarinnar svo framundan hjá liðunum er úrslitakeppnin um sjálfan íslandsmeistara titilinn. Þar mætast þessi lið, Fram og ÍBV. Ansi erfitt verkefni framundan fyrir ÍBV.Hrafnhildur: Algjörlega vonlaust verkefni „Við áttum aldrei möguleika í þessum leik,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Við vorum arfaslakar, sem er mjög dapurt þegar svona mikið er undir. Okkur vantar greinilega kjark og þor til að keppa um einhverja titla.“ ÍBV byrjaði leikinn hreint út sagt hræðilega og engu líkara en að þær hefðu mætt beint úr Herjólfi í leikinn en Hrafnhildur segir að svo hafi ekki verið, þær komu til lands í gærkvöldi og fengu góðan undirbúning fyrir þennan leik. „Undirbúningur var frábær. Við komum í gærkvöldi, gistum á hótel Örk og gátum ekki fengið betri undirbúning fyrir þennan leik. Ég sá mjög fljótt í hvað stefndi og var alveg sorglegt að sjá hversu fljótir leikmenn voru að hengja haus. Það var erfitt að reyna að peppa þær upp í leikhléum, þær löbbuðu um með hangandi haus og maður sjálfur missti bara trúna.“ ÍBV átti enn möguleika á deildarmeistaratitlinum fyrir leikinn í dag og því ótrúlegt að sjá hversu illa undirbúnar þær mættu til leiks, það verður þó ekki tekið af Fram að þær eru með ógnasterkt lið sem hefur nú unnið ÍBV fjórum sinnum í vetur. „Það er stórfurðulegt að þetta lið nái ekki að peppa sig upp fyrir þennann leik, og við fáum Fram í úrslitakeppninni svo það bíða okkar einhverjir 3-5 leikir gegn þeim.“ Ester Óskarsdóttir átti vægt til orða tekið slæman leik í dag, það gekk ekkert upp hjá þessari stórskyttu sem hefur annars átt frábært tímabil með ÍBV en gengið illa í öllum leikjunum gegn Fram. „Ester átti nátturlega sinn skelfilegasta leik í vetur núna í dag, hún var sorglega slök. Hún fór kannski hálf inn í þennann leik en hún var tæp í hælnum,“ segir Hrafnhildur og bætir því við að ástandið á hópnum sem ekki nægilega gott sem stendur og óvíst með framhaldið hjá Gretu. „Við lendum í því að Greta (Greta Kavaliauskaite) meiðist og er líklega handabrotin, Sandra Dís fær mígrenis kast og sá ekkert, svo á tímabili þá hafði ég enga til að vera fyrir utan. Ástandið akkurat núna er virkilega svart og ég sé hreinlega ekki hvernig við ætlum að fara inní fyrsta leik gegn Fram 3. apríl.“ „Það er bara grín að reyna að halda einhverju öðru fram en að Fram sé ekki með besta liðið í dag. Þær eru með lang mestu breiddina og eru lang, lang líklegastar til að vinna þennann titil. Ég er bara að fara inní mjög erfitt verkefni og eins og staðan er núna, algjörlega vonlaust verkefni.“ Ragnheiður: Ég bjóst við þeim betri„Ég bjóst við ÍBV vel stefndum í dag og miklu betri ef ég á að vera hreinskilin“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram. „Við vorum gríðalega ósáttar með leikinn á miðvikudaginn gegn Haukum, hann fór illa í okkur, við mættum mjög illa til leiks og fórum algjörlega með deildarmeistaratitilinn. Það gaf okkur ákveðin styrk að mæta vel einbeittar til leiks í dag. Eins og ég sagði þá bjóst ég við ÍBV betri í dag en við ákváðum bara að halda áfram að keyra á þær, ná upp stemningu í vörninni og fá Guðrúnu til að verja“ sagði Ragnheiður og hló en það er orðið hálfgert grín hvað Guðrún Dís á alltaf góða leiki í markinu hjá Fram. „Miðað við síðasta leik þá var vörnin ekki nægilega góð en við náðum að bæta vörnina í dag og þá kemur markvarslan alltaf.“ sagði Ragnheiður sem hafði lítið út á leik Fram að setja en er ósátt með hvernig þær mæta í seinni hálfleikinn „Undafarið erum við ekki að mæta nógu vel til leiks í seinni hálfleik, það virðist alltaf eitthvað gerast sem veldur því að við missum leikinn niður, það er klárlega eitthvað sem við verðum að bæta fyrir úrslitakeppnina.“ Fram, eins og áður hefur komið fram, mætir ÍBV í úrslitakeppninni. Fram hefur unnið allar fjórar viðureignir liðanna í vetur, en spurningin var þá hvort ÍBV hafi verið óska mótherji fyrir úrslitin? „Mér persónulega er alveg sama hvaða liði við hefðum mætt. Það er bara gríðalega mikilvægt að hafa heimaleikjaréttinn, þar sem þetta eru tvö lið sem treysta á sína heimavelli, það er alltaf mikil stemning í Eyjum, alltaf fullt hús og ég er bara ótrúlega spennt fyrir þessu.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti