Viðskipti innlent

Innflytjandi sá tækifæri í affallsvatni orkuvers

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fida Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur, sýnir vörulínu Geosilica.
Fida Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur, sýnir vörulínu Geosilica. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hún flutti til Íslands sextán ára gömul frá Palestínu en er núna búin að byggja upp nýsköpunarfyrirtæki á Suðurnesjum sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. 

Hún heitir Fida Abu Libdeh, er orku- og umhverfistæknifræðingur, og rekur nýsköpunarfyrirtækið Geosilica, sem framleiðir steinefni úr affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirtækið varð til fyrir sex árum í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli.

Fida að störfum í Geosilica, sem er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.Mynd/Úr þættinum Múslimarnir okkar.
Við sögðum frá Fidu í þættinum „Um land allt” og áður í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 en hún flutti sem unglingur til Íslands ásamt móður sinni og systkinum. Árið 2014 var Fida valinn Suðurnesjamaður ársins af héraðsmiðlinum Víkurfréttum, fyrir frumkvöðlastarf og þrautseigju. 

Fimm manns starfa nú í fyrirtækinu en jafnframt fylgja fleiri störf í aðkeyptri þjónustu við átöppun og dreifingu. Búið er að þróa þrjár vörutegundir og kveðst Fida mjög ánægð með söluna á innanlandsmarkaði. Jafnframt er hafinn útflutningur, sem lofar góðu, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×