Lögðu niður botnfiskvinnslu með drjúga launahækkun í vasanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Vísir/ANton „Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32