Innlent

Kjartan pólítískur ráðgjafi Eyþórs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kjartan mun verða aðstoðarmaður Eyþórs verði sá síðarnefndi borgarstjóri.
Kjartan mun verða aðstoðarmaður Eyþórs verði sá síðarnefndi borgarstjóri.
Kjartan Magnússon, núverandi borgarfulltrúi, hefur tekið að sér að vera pólítískur ráðgjafi Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þar segir jafnframt að verði Eyþór borgarstjóri að loknum kosningum í vor muni Kjartan verða aðstoðarmaður hans í því embætti.

Athygli vakti að þegar raðað var niður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar mátti ekki finna nafn Kjartans þar, sem starfað hefur áram saman innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna.

Vísir greindi frá því í vikunni að Kjartani væri ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins og að horft væri til þess að hann yrði aðstoðarmaður Eyþórs ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki við völdum í borginni.

Þá hefur flokkurinn einnig tilkynnt að Janus Arn Guðmundsson stjórnmálafræðingur hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir

Áslaug og Kjartan úti

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×