Viðskipti innlent

Stefán Árni gefur ekki kost á sér

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stefán Árni Auðólfsson
Stefán Árni Auðólfsson
Stefán Árni Auðólfsson, sem setið hefur í stjórn Símans frá árinu 2013, mun ekki gefa kost á sér í stjórnina á aðalfundi félagsins sem fram fer fimmtudaginn 15. mars. Tvö stjórnarsæti verða laus fyrir fundinn en Sigríður Hrólfsdóttir, sem gegndi stjórnarformennsku í Símanum, varð bráðkvödd í byrjun árs.

Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Stefán Árni notið stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem fer með ríflega 9 prósenta hlut í Símanum.

Auk Stefáns Árna er stjórn Símans skipuð þeim Bertrand B. Kan, Heiðrúnu Jónsdóttur og Birgi S. Bjarnasyni. Stefán Árni, sem er lögmaður hjá LMB lögmönnum, situr einnig í stjórn Haga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×