Bylting innan ASÍ hafin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31