Sport

Einhver nákominn Brady seldi Super Bowl hring frá stjörnunni á 35 milljónir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady eftir síðasta titil.
Brady eftir síðasta titil. vísir/getty
Einhverra hluta vegna eru bandarískar ofurstjörnur sem ná árangri í íþróttum farnar að kaupa hringa til þess að gefa vinum og ættingjum.

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, á marga hringa fyrir að hafa unnið Super Bowl og er hann vann Super Bowl síðast þá lét hann framleiða nokkra hringa sem er nánast eins og hringurinn sem hann fékk frá Patriots.

Sá er Brady lét framleiða er með 265 demöntum en hringur Brady er með 283. Hringurinn er líka aðeins minni en lítur nánast eins út og upprunalegi hringurinn sem Brady fékk fyrir að vinna úrslitaleik NFL-deildarinnar.

Hver hringur kostaði þrjár milljónir króna og nú hefur einhver nákominn Brady ákveðið að selja sinn hring. Hringurinn fór á litlar 35 milljónir króna.

Brady á þrjár systur, foreldra og eiginkonu. Börnin hans eru of ung til þess að hafa fengið hring. Líklega. Svo er ekki útilokað að einhverjir vina hans hafi líka fengið hring fyrst hann var byrjaður í þessum aðgerðum.

Brady er líklega ekki skemmt að sjá að einhver hafi ákveðið að selja sinn hring.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×