Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10