Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA „Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
„Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25