Eina klappstýran sem klappaði gæti verið í slæmum málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:30 Klappstýrurnar frá Norður-Kóreu. Vísir/Getty Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira