Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 15:16 Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Vísir/Getty Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu. Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu.
Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00