Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 18:30 Haukur Helgi Pálsson sækir að Tékkum vísir/bára Ísland vann hreint ótrúlegan sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2019 í körfubolta eftir hrikalega spennandi loka sekúndur í Laugardalshöllinni í dag. Tékkarnir byrjuðu betur og komust í 0-5 áður en íslenska liðið komst á blað. Þá skoraði Haukur Helgi Pálsson næstu sex stig og Ísland var komið yfir. Eftir það var stál í stál en Ísland kláraði fyrsta leikhlutann með fimm stiga forystu, 19-14. Íslenska liðið byrjaði svo annan leikhluta með trompi og komust í 30-17 þegar 14. mínútur voru liðnar af leiknum. Strákarnir réðu vel við Tékkana í vörninni og voru að skora góðar körfur og leikur þeirra leit frábærlega út. Það slökknaði aðeins á sóknarleiknum undir lok leikhlutans og náðu gestirnir að minnka muninn niður í sjö stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu snemma leiks í þriðja leikhlutanum sem virtist ekki vera fyrir miklar sakir. Hann þvældist þó aðeins fyrir leikmanni Tékka í hraðaupphlaupi og það virðist vera nóg þessa dagana til að réttlæta óíþróttamannslega villu. Við það náðu Tékkarnir að minnka muninn aðeins eitt stig, 39-38. Þá kviknaði aðeins á strákunum aftur og þeir náðu sér upp ágætri forystu. Leikurinn varð svolítið kaflaskiptur í seinni hálfleik, íslenska liðið átti kafla þar sem þeir hreinlega virtust ekki ná að koma boltanum í netið en komu alltaf til baka. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum þá setti Martin Hermannsson tvo þrista í röð og kom Íslandi í 76-62. En þá var stigaskorun íslenska liðsins lokið og Tékkarnir minnkuðu muninn hægt og þétt. Þegar aðeins hálf mínúta lifði af leiknum reyndi Martin sniðskot sem gekk ekki og fékk ekki dæmda villu sem hefði þó kannski verið réttlætanlegt. Tékkarnir fóru í sókn og strákarnir vörðust vel en brutu að lokum. Ondrej Balvin fór á vítalínuna þegar 3 sekúndur lifðu af leiknum. Hann hitti fyrra skotinu en það seinna fór úrskeiðis. Tékkar náðu sóknarfrákastinu en komu boltanum ekki í netið, tíminn rann út og Ísland fór með eins stigs sigur. Eftir að hafa leitt nærri allan leikinn þá gerðu strákarnir þetta óþarflega spennandi undir lokin þar sem þeir virtust engar lausnir hafa á varnarleik Tékkanna. Sem betur fer endaði leikurinn Íslandi í hag og sigurinn verðskuldaður eftir virkilega flotta frammistöðu. Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góða innkomu inn í íslenska liðið. Hann byrjaði strax á því að verja skot örfáum augnablikum eftir að hann kom inn á og hann endaði næst stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig. Martin Hermannsson fór á kostum í liði Íslands að vanda, var leiðandi í stigaskorun og stjórnaði spilinu vel ásamt því að Haukur Helgi Pálsson átti virkilega góðan leik, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland er nú komið með sex stig í riðlinum. Tékkar fara í sjö stig og eru enn á toppnum. Finnar unnu Búlgaríu á heimavelli sínum og fara því einnig í sex stigin, en Ísland heldur öðru sætinu á innbyrðis viðureignum. Lokaleikir Íslands í keppninni fara fram í júní og júlí gegn Búlgaríu og Finnlandi ytra.Finnur Freyr Stefánsson og Craig Pedersen.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraCraig Pedersen.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson.Vísir/BáraLogi Gunnarsson tolleraður.Vísir/BáraLogi Gunnarsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraPétur Rúnar Birgisson.Vísir/BáraKristófer Acox.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraLogi Gunnarsson eftir síðasta landsleikinn á ferlinum.Vísir/Bára Íslenski körfuboltinn
Ísland vann hreint ótrúlegan sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2019 í körfubolta eftir hrikalega spennandi loka sekúndur í Laugardalshöllinni í dag. Tékkarnir byrjuðu betur og komust í 0-5 áður en íslenska liðið komst á blað. Þá skoraði Haukur Helgi Pálsson næstu sex stig og Ísland var komið yfir. Eftir það var stál í stál en Ísland kláraði fyrsta leikhlutann með fimm stiga forystu, 19-14. Íslenska liðið byrjaði svo annan leikhluta með trompi og komust í 30-17 þegar 14. mínútur voru liðnar af leiknum. Strákarnir réðu vel við Tékkana í vörninni og voru að skora góðar körfur og leikur þeirra leit frábærlega út. Það slökknaði aðeins á sóknarleiknum undir lok leikhlutans og náðu gestirnir að minnka muninn niður í sjö stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu snemma leiks í þriðja leikhlutanum sem virtist ekki vera fyrir miklar sakir. Hann þvældist þó aðeins fyrir leikmanni Tékka í hraðaupphlaupi og það virðist vera nóg þessa dagana til að réttlæta óíþróttamannslega villu. Við það náðu Tékkarnir að minnka muninn aðeins eitt stig, 39-38. Þá kviknaði aðeins á strákunum aftur og þeir náðu sér upp ágætri forystu. Leikurinn varð svolítið kaflaskiptur í seinni hálfleik, íslenska liðið átti kafla þar sem þeir hreinlega virtust ekki ná að koma boltanum í netið en komu alltaf til baka. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum þá setti Martin Hermannsson tvo þrista í röð og kom Íslandi í 76-62. En þá var stigaskorun íslenska liðsins lokið og Tékkarnir minnkuðu muninn hægt og þétt. Þegar aðeins hálf mínúta lifði af leiknum reyndi Martin sniðskot sem gekk ekki og fékk ekki dæmda villu sem hefði þó kannski verið réttlætanlegt. Tékkarnir fóru í sókn og strákarnir vörðust vel en brutu að lokum. Ondrej Balvin fór á vítalínuna þegar 3 sekúndur lifðu af leiknum. Hann hitti fyrra skotinu en það seinna fór úrskeiðis. Tékkar náðu sóknarfrákastinu en komu boltanum ekki í netið, tíminn rann út og Ísland fór með eins stigs sigur. Eftir að hafa leitt nærri allan leikinn þá gerðu strákarnir þetta óþarflega spennandi undir lokin þar sem þeir virtust engar lausnir hafa á varnarleik Tékkanna. Sem betur fer endaði leikurinn Íslandi í hag og sigurinn verðskuldaður eftir virkilega flotta frammistöðu. Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góða innkomu inn í íslenska liðið. Hann byrjaði strax á því að verja skot örfáum augnablikum eftir að hann kom inn á og hann endaði næst stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig. Martin Hermannsson fór á kostum í liði Íslands að vanda, var leiðandi í stigaskorun og stjórnaði spilinu vel ásamt því að Haukur Helgi Pálsson átti virkilega góðan leik, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland er nú komið með sex stig í riðlinum. Tékkar fara í sjö stig og eru enn á toppnum. Finnar unnu Búlgaríu á heimavelli sínum og fara því einnig í sex stigin, en Ísland heldur öðru sætinu á innbyrðis viðureignum. Lokaleikir Íslands í keppninni fara fram í júní og júlí gegn Búlgaríu og Finnlandi ytra.Finnur Freyr Stefánsson og Craig Pedersen.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraCraig Pedersen.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson.Vísir/BáraLogi Gunnarsson tolleraður.Vísir/BáraLogi Gunnarsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraPétur Rúnar Birgisson.Vísir/BáraKristófer Acox.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraTryggvi Snær Hlinason.Vísir/BáraLogi Gunnarsson eftir síðasta landsleikinn á ferlinum.Vísir/Bára
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum