Innlent

Líf efst í forvali Vinstri grænna í borginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Líf hefur verið forseti borgarstjórnar frá 2016.
Líf hefur verið forseti borgarstjórnar frá 2016. Aðsend
Líf Magneudóttir hlaut fyrsta sætið í rafrænu forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem lauk síðdegis í dag. Fimm efstu frambjóðendur á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar voru valdir í forvalinu. Kjörnefnd ákveður endanlega lista með 46 frambjóðendum.

Í tilkynningu frá Vinstri grænum kemur fram að 493 greiddu atkvæði í forvalinu. Líf hlaut 401 atkvæði í efsta sæti listans. Hún hefur verið borgarfulltrúi flokksins.

Í öðru sæti lenti Elín Oddný Sigurðardóttir. Hún hlaut 311 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Þorsteinn V. Einarsson er í þriðja sætinu, Hreindís Ylva Garðarsdóttir því fjórða og René Biasone í því fimmta.

Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:

Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.

Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.

Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur varGústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.

René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×