Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 22:00 Eva Pandora Baldursdóttir hlaut tíundu hæstu endurgreiðsluna vegna aksturs á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31