Innlent

Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mikið hefur rætt um akstursgreiðslur til þingmanna undafarna daga eftir að í ljós kom að 10 þingmenn fengu samtals um 30 milljónir króna greiddar í aksturskostnað á liðnu ári.
Mikið hefur rætt um akstursgreiðslur til þingmanna undafarna daga eftir að í ljós kom að 10 þingmenn fengu samtals um 30 milljónir króna greiddar í aksturskostnað á liðnu ári. Vísir/Hanna

Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. Þar verður hægt að skoða hvern þingmann fyrir sig og athuga hver laun hans eru, hverjar fastar kostnaðargreiðslur til hans eru og hvað hann hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað.

Á vefnum eru nöfn þingmanna birt í stafrófsröð og þegar smellt er á nafn þingmanns birtast upplýsingar um hann. Þá er hægt að smella á einstaka kostnaðarþætti, til dæmis húsnæðis- og dvalarkostnað, og nálgast upplýsingar um hvað felst í þeim greiðslum.

Vefurinn er ekki að fullu frágenginn og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Þó er gert ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. 

Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018.

Vefinn má nálgast hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×