Kraftaverk Magnús Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eddan Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00 Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla.
Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00
Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun