Þúsundir utan kjörskrárinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. Kjördagar verða 5. og 6. mars næstkomandi og kosið verður á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni 1 frá klukkan 9 til 16. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer fram á sama stað. Að sögn Magnúsar M. Norðdahl, formanns kjörstjórnar, geta ýmsar skýringar verið á því að mun færri eru á kjörskrá en greitt hafa félagsgjöld. Sú helsta er að greiðendur iðgjalda hafi ekki gengið formlega í félagið, en hluti þeirra gæti hafa hætt að vinna á starfssviði félagsins eða á starfssvæði þess á undanförnum mánuðum án þess að segja sig úr félaginu. Þeir sem uppfylla skilyrði til að gerast fullgildir félagsmenn í Eflingu þurfa að fylla út sérstaka inntökubeiðni og undirrita með eigin hendi og afhenda á skrifstofu félagsins til að geta tekið þátt í stjórnarkjörinu. Ekki eru slíkar kröfur gerðar í öllum stéttarfélögum. Í VR teljast menn til dæmis til fullgildra félagsmanna eftir að hafa greitt iðgjöld í þrjá mánuði. „Það verða inntökubeiðnir í bunkavís á kjörstað og ef menn eru ekki fullgildir þegar þeir koma á kjörstað þá bara fylla menn út slíka beiðni og atkvæði þeirra svo sett í umslag og í kassa fyrir utankjörfundaratkvæði,“ segir Magnús Norðdahl, formaður kjörstjórnar, og bætir við: „Það verður engum neitað um að kjósa sem á rétt á því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21 Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. Kjördagar verða 5. og 6. mars næstkomandi og kosið verður á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni 1 frá klukkan 9 til 16. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer fram á sama stað. Að sögn Magnúsar M. Norðdahl, formanns kjörstjórnar, geta ýmsar skýringar verið á því að mun færri eru á kjörskrá en greitt hafa félagsgjöld. Sú helsta er að greiðendur iðgjalda hafi ekki gengið formlega í félagið, en hluti þeirra gæti hafa hætt að vinna á starfssviði félagsins eða á starfssvæði þess á undanförnum mánuðum án þess að segja sig úr félaginu. Þeir sem uppfylla skilyrði til að gerast fullgildir félagsmenn í Eflingu þurfa að fylla út sérstaka inntökubeiðni og undirrita með eigin hendi og afhenda á skrifstofu félagsins til að geta tekið þátt í stjórnarkjörinu. Ekki eru slíkar kröfur gerðar í öllum stéttarfélögum. Í VR teljast menn til dæmis til fullgildra félagsmanna eftir að hafa greitt iðgjöld í þrjá mánuði. „Það verða inntökubeiðnir í bunkavís á kjörstað og ef menn eru ekki fullgildir þegar þeir koma á kjörstað þá bara fylla menn út slíka beiðni og atkvæði þeirra svo sett í umslag og í kassa fyrir utankjörfundaratkvæði,“ segir Magnús Norðdahl, formaður kjörstjórnar, og bætir við: „Það verður engum neitað um að kjósa sem á rétt á því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21 Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21
Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23