Erlent

Indland syrgir Sridevi

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Mannfjöldinn á götum Mumbai fylgist með líkvagninum fara hjá.
Mannfjöldinn á götum Mumbai fylgist með líkvagninum fara hjá. Visir/AP
Öngþveiti ríkti á götum Mumbai þegar líkvagn Bollywood-stjörnunnar Sridevi keyrði um göturnar. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á götum úti í dag til að bera stjörnuna sína augum í síðasta skipti. Útför Sridevi fer fram með viðhöfn og er kostuð af indverska ríkinu. BBC greinir frá.

Sridevi fór oftar en ekki með aðalhlutverkið í myndum sínum en alls lék hún í tæplega 300 myndum á ferli sínum.

Sridevi var stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að sækja brúðkaup þegar hún lést. Upprunalega var hjartaáfall sú dánarorsök sem gefin var upp en lögregluyfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa nú gefið út að Sridevi hafi látist af slysförum þegar hún drukknaði í baði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×