Læknar nota myndbönd við mat á höfuðhöggum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 06:00 Haukur Björnsson, læknir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali í Akraborginni í gær og ræddi áherslubreytingar í meðhöndlun höfuðhögga á HM í sumar. „Það verður lögð meiri áhersla á að vernda leikmenn. Við höfum séð í fyrri mótum að menn hafa verið sendir aftur inn á völlinn eftir höfuðhögg og að leikmenn neiti að fara út af. Þetta verður litið alvarlegum augum núna,“ sagði Haukur. Þá verður myndbandstækni notuð til þess að ákvarða hvort leikmaður geti haldið áfram leik eftir höfuðhögg „Dómarinn hefur leyfi til þess að stoppa leikinn í þrjár mínútur. Þá hefur maður tíma til þess að meta leikmanninn. En margir eru ansi fljótir að jafna sig eftir höfuðhögg, jafnvel eftir að hafa rotast, og þá getur leikmaður verið orðinn eðlilegur á að sjá þegar læknirinn kemur að honum.“ „Það verður einhver úr læknateyminu sem situr uppi í stúku og horfir á skjá með tæknimanni og þá séð fyrstu sekúndurnar líka. Hann er þá með talstöð og getum við fengið upplýsingar beint þaðan og það hjálpar við ákvarðanatökuna.“ Ákvörðunin um það hvort leikmaður fær að halda áfram leik eða ekki verður alfarið í höndum lækna á mótinu og verður skýrt tekið á því að leikmaður eigi að fara út af rotist hann í leik. Hjörtur Hjartarson lagði fyrir Hauk dæmi; ef Aron Einar Gunnarsson fengi höfuðhögg eftir 20 mínútur í leik gegn Argentínu og læknateymið væri ekki alveg öruggt á því hvort hann gæti haldið áfram en hann segðist vera í góðu lagi, þá yrði ansi erfitt að halda honum af leikvellinum. „Ef þú ert ekki 100 viss þá á að gera eins og Bretinn segir: When in doubt, sit them out (sem á íslensku þýðist svo að ef einhver efi sé þá eigi leikmenn að sitja hjá). Þá eiga þeir ekki að fara inn á aftur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Haukur Björnsson, læknir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali í Akraborginni í gær og ræddi áherslubreytingar í meðhöndlun höfuðhögga á HM í sumar. „Það verður lögð meiri áhersla á að vernda leikmenn. Við höfum séð í fyrri mótum að menn hafa verið sendir aftur inn á völlinn eftir höfuðhögg og að leikmenn neiti að fara út af. Þetta verður litið alvarlegum augum núna,“ sagði Haukur. Þá verður myndbandstækni notuð til þess að ákvarða hvort leikmaður geti haldið áfram leik eftir höfuðhögg „Dómarinn hefur leyfi til þess að stoppa leikinn í þrjár mínútur. Þá hefur maður tíma til þess að meta leikmanninn. En margir eru ansi fljótir að jafna sig eftir höfuðhögg, jafnvel eftir að hafa rotast, og þá getur leikmaður verið orðinn eðlilegur á að sjá þegar læknirinn kemur að honum.“ „Það verður einhver úr læknateyminu sem situr uppi í stúku og horfir á skjá með tæknimanni og þá séð fyrstu sekúndurnar líka. Hann er þá með talstöð og getum við fengið upplýsingar beint þaðan og það hjálpar við ákvarðanatökuna.“ Ákvörðunin um það hvort leikmaður fær að halda áfram leik eða ekki verður alfarið í höndum lækna á mótinu og verður skýrt tekið á því að leikmaður eigi að fara út af rotist hann í leik. Hjörtur Hjartarson lagði fyrir Hauk dæmi; ef Aron Einar Gunnarsson fengi höfuðhögg eftir 20 mínútur í leik gegn Argentínu og læknateymið væri ekki alveg öruggt á því hvort hann gæti haldið áfram en hann segðist vera í góðu lagi, þá yrði ansi erfitt að halda honum af leikvellinum. „Ef þú ert ekki 100 viss þá á að gera eins og Bretinn segir: When in doubt, sit them out (sem á íslensku þýðist svo að ef einhver efi sé þá eigi leikmenn að sitja hjá). Þá eiga þeir ekki að fara inn á aftur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira