„Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 14:00 Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni. Twitter/ @guskenworthy Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira