Ólafía og Valdís ekki í sama ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira