Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:15 Guðni forseti heilsar hér upp á Margréti Danadrottningu en við hlið hennar stendur Hinrik prins. Myndin var tekin í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid til Danmerkur. Vísir/Getty Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum. Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum.
Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44