Rússlandsfarar þurfa að skoða vegabréfið sitt núna! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2018 15:59 Þeir sem ætla til Rússlands þurfa að huga að ýmsu. vísir/anton, myndvinnsla/hjalti Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga. Þeir sem fá miða á HM verða að sækja um Fan Id. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí. Þeir sem koma á öðrum tímum til Rússlands þurfa að sækja um vegabréfsáritun hjá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Áður en sótt er um Fan Id verða Rússlandsfarar að athuga vegabréf sín vel og vandlega. Ef vegabréfið er rifið eða plast farið að losna innan í því þá er það ógilt. Skoðaðu því vegabréfið þitt vel áður en þú sækir um Fan Id. Einnig þarf að passa að vegabréfið gildi að lágmarki í sex mánuði eftir HM eða út janúar árið 2019. Ekki er hægt að breyta vegabréfsnúmeri á Fan Id eftir að sótt er um. Vegabréfsmál verða því að vera á kristaltæru áður en Rússlandsfarar sækja um hið margumtalaða Fan Id. Utanríkisráðuneytið greindi einnig frá því að við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Svo má ekki gleyma því að Rússland er ekki hluti af evrópska heilbrigðistryggingakerfinu. Það er því afar mikilvægt að ganga úr skugga um að sjúkra- og ferðatryggingar séu í lagi fyrir ferðalag til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga. Þeir sem fá miða á HM verða að sækja um Fan Id. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí. Þeir sem koma á öðrum tímum til Rússlands þurfa að sækja um vegabréfsáritun hjá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Áður en sótt er um Fan Id verða Rússlandsfarar að athuga vegabréf sín vel og vandlega. Ef vegabréfið er rifið eða plast farið að losna innan í því þá er það ógilt. Skoðaðu því vegabréfið þitt vel áður en þú sækir um Fan Id. Einnig þarf að passa að vegabréfið gildi að lágmarki í sex mánuði eftir HM eða út janúar árið 2019. Ekki er hægt að breyta vegabréfsnúmeri á Fan Id eftir að sótt er um. Vegabréfsmál verða því að vera á kristaltæru áður en Rússlandsfarar sækja um hið margumtalaða Fan Id. Utanríkisráðuneytið greindi einnig frá því að við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Svo má ekki gleyma því að Rússland er ekki hluti af evrópska heilbrigðistryggingakerfinu. Það er því afar mikilvægt að ganga úr skugga um að sjúkra- og ferðatryggingar séu í lagi fyrir ferðalag til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira