Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Anton Brink „Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira