Tæplega þúsund skjálftar á dag Sveinn Arnarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. Vísir/Jón Ólafsson Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. Náttúruvársérfræðingur segir engar vísbendingar um kvikusöfnun og því geti eyjaskeggjar andað rólega. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að síðustu daga hafi tæplega þúsund skjálftar riðið yfir á hverjum sólarhring. Hrinan hafi byrjað um miðja viku en eigi sér aðdraganda þar sem stórir skjálftar hafi fundist í janúar og síðastliðið haust. „Þessi hrina núna er að sýna okkur mjög marga skjálfta á svæðinu. Hins vegar eru mælingar ekki að gefa neinar vísbendingar um kvikusöfnun á svæðinu svo við getum alveg verið róleg hvað það varðar. Að minnsta kosti eins og staðan er núna," segir Sigþrúður. Sú hrina sem nú gengur yfir er sú sterkasta síðan árið 2013 þegar skjálfti upp á 5,5 að stærð reið yfir örlítið austar en þar sem hrinan er nú. Rúmlega 10 skjálftar yfir þremur stigum að stærð hafa mælst og þann 15. febrúar kl. 19.37 mældist skjálfti af stærð 4,1. Sumir þessara skjálfta hafa fundist í Grímsey. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að örlítið hafi dregið úr hrinunni en þó geti hún tekið sig upp aftur. „Benda verður á að á þessu svæði og raunar öllu Tjörnesbrotabeltinu geta orðið mun stærri skjálftar og því verður alltaf að hafa í huga að í kjölfarið á hrinum sem þessum geta orðið talsvert stærri skjálftar.“ Jóhannes Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist finna endalaust fyrir skjálftum og þá sér í lagi á fimmtudagskvöldið þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hann var kominn á sjó þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er endalaust og þessir stærri skjálftar eftir áramót hafa fundist vel í eynni,“ segir Jóhannes. „Það er mörgum meinilla við þessa skjálfta og sér í lagi þegar þeir koma í svona hrinum eins og núna. Hún er einnig óvanalega löng. Einnig hafa verið skjálftar fyrir áramót þannig að þetta hefur staðið yfir nokkuð lengi. Stundum eru þeir staðsettir beint undir eynni og finnast mjög vel.“ Jóhannes hefur rætt við lögreglu og Almannavarnir vegna skjálftanna þannig að talsamband á sér stað milli eyjarskeggja og Almannavarna ef aðstæður breytast til hins verra. „Þeir segja okkur bara að vera róleg og að engin eldsumbrot séu í kortunum. Við erum nú orðin vön að það hristist hjá okkur og grenjum það ekki. Þó fólki sé meinilla við þetta þá er það bara orðið alvant skjálftum,“ segir Jóhannes. Hann lýsir því að hafa heyrt í stóra skjálftanum sem hafi komið með hvelli og varað í nokkuð langan tíma. „Það nötraði allt heima.“ Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er áttatíu ára gömul, fædd og uppalin í Grímsey og hefur hvergi annars staðar búið á ævinni. Hún segist ekki hafa fundið fyrir einum einasta skjálfta í þessari hrinu. Síðast fann hún fyrir skjálfta í haust. „Kannski er húsið mitt bara á svona góðum stað. Þessi sem ég fann í haust var rúmlega fjórir að stærð og það var nú bara eins og hurð væri að lokast. Ég finn ekkert fyrir þessu. Einnig erum við vön því hérna að eitthvað glamri í húsunum." Hulda segist muna vel eftir stóra jarðskjálftanum sem kenndur er við Kópasker sem reið yfir árið 1976. „Einnig man ég eftir einum í Skagafirðinum. Það voru miklu meiri læti. Þá kom svona bylur á undan og það hristist miklu meira. Hvort það komi núna veit ég ekkert um og verður bara að koma í ljós.“ Sigþrúður segist aldrei hafa tekið við símtali úr Grímsey þess efnis að þeir hafi fundið fyrir skjálftum, sem bendi til þess að þeir séu öllu vanir og kippi sér lítið upp við smáskjálfta. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Grímsey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. Náttúruvársérfræðingur segir engar vísbendingar um kvikusöfnun og því geti eyjaskeggjar andað rólega. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að síðustu daga hafi tæplega þúsund skjálftar riðið yfir á hverjum sólarhring. Hrinan hafi byrjað um miðja viku en eigi sér aðdraganda þar sem stórir skjálftar hafi fundist í janúar og síðastliðið haust. „Þessi hrina núna er að sýna okkur mjög marga skjálfta á svæðinu. Hins vegar eru mælingar ekki að gefa neinar vísbendingar um kvikusöfnun á svæðinu svo við getum alveg verið róleg hvað það varðar. Að minnsta kosti eins og staðan er núna," segir Sigþrúður. Sú hrina sem nú gengur yfir er sú sterkasta síðan árið 2013 þegar skjálfti upp á 5,5 að stærð reið yfir örlítið austar en þar sem hrinan er nú. Rúmlega 10 skjálftar yfir þremur stigum að stærð hafa mælst og þann 15. febrúar kl. 19.37 mældist skjálfti af stærð 4,1. Sumir þessara skjálfta hafa fundist í Grímsey. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að örlítið hafi dregið úr hrinunni en þó geti hún tekið sig upp aftur. „Benda verður á að á þessu svæði og raunar öllu Tjörnesbrotabeltinu geta orðið mun stærri skjálftar og því verður alltaf að hafa í huga að í kjölfarið á hrinum sem þessum geta orðið talsvert stærri skjálftar.“ Jóhannes Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist finna endalaust fyrir skjálftum og þá sér í lagi á fimmtudagskvöldið þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hann var kominn á sjó þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er endalaust og þessir stærri skjálftar eftir áramót hafa fundist vel í eynni,“ segir Jóhannes. „Það er mörgum meinilla við þessa skjálfta og sér í lagi þegar þeir koma í svona hrinum eins og núna. Hún er einnig óvanalega löng. Einnig hafa verið skjálftar fyrir áramót þannig að þetta hefur staðið yfir nokkuð lengi. Stundum eru þeir staðsettir beint undir eynni og finnast mjög vel.“ Jóhannes hefur rætt við lögreglu og Almannavarnir vegna skjálftanna þannig að talsamband á sér stað milli eyjarskeggja og Almannavarna ef aðstæður breytast til hins verra. „Þeir segja okkur bara að vera róleg og að engin eldsumbrot séu í kortunum. Við erum nú orðin vön að það hristist hjá okkur og grenjum það ekki. Þó fólki sé meinilla við þetta þá er það bara orðið alvant skjálftum,“ segir Jóhannes. Hann lýsir því að hafa heyrt í stóra skjálftanum sem hafi komið með hvelli og varað í nokkuð langan tíma. „Það nötraði allt heima.“ Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er áttatíu ára gömul, fædd og uppalin í Grímsey og hefur hvergi annars staðar búið á ævinni. Hún segist ekki hafa fundið fyrir einum einasta skjálfta í þessari hrinu. Síðast fann hún fyrir skjálfta í haust. „Kannski er húsið mitt bara á svona góðum stað. Þessi sem ég fann í haust var rúmlega fjórir að stærð og það var nú bara eins og hurð væri að lokast. Ég finn ekkert fyrir þessu. Einnig erum við vön því hérna að eitthvað glamri í húsunum." Hulda segist muna vel eftir stóra jarðskjálftanum sem kenndur er við Kópasker sem reið yfir árið 1976. „Einnig man ég eftir einum í Skagafirðinum. Það voru miklu meiri læti. Þá kom svona bylur á undan og það hristist miklu meira. Hvort það komi núna veit ég ekkert um og verður bara að koma í ljós.“ Sigþrúður segist aldrei hafa tekið við símtali úr Grímsey þess efnis að þeir hafi fundið fyrir skjálftum, sem bendi til þess að þeir séu öllu vanir og kippi sér lítið upp við smáskjálfta.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Grímsey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira