Sport

Snjóbrettakona sem hélt að tímataflan væri biluð tók gullið í risasvigi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ledicka kom, sá og sigraði.
Ledicka kom, sá og sigraði. vísir/getty
Ester Ledecka, frá Tékklandi, kom öllum að óvörum og vann til gullverðlauna á vetrarólympíuleikunum í risasvigi kvenna, en hún hirti gullið af verðlaunahafanu frá 2014, Önnu Veith frá Austurríki, sem þurfti að sætta sig við silfrið.

Ledecka þótti ekki líkleg til afreka og var sú 26. til þess að skíða niður brautina, en hún er betur þekkt fyrir afrek sín á snjóbretti. Hún mun keppa á brettinu sínu á Ólympíuleikunum í næstu viku.

Það munaði ekki miklu á Ledecku og Önnu frá Austurríki,en það munaði einungis einu sekúndubroti, en Ledecka vann þrátt fyrir að gera tvö mistök í brautinni.

Lindsey Vonn, ein sú frægasta í skíðaheiminum, var einnig við keppni í sömu grein, en Vonn þurfti að gera sér til góðs að lenda í sjötta sætinu.

„Ég var að hugsa hvað hefði gerst. Eru þetta mistök? Ég var að hugsa að þeir væru að breyta tímanum. Ég ætla að bíða í smá og þeir eru að breyta og setja sekúndur á klukkuna,” sagði Ledecka um sín fyrstu viðbrögð eftir að hún kom í mark.

„Ég starði bara á klukkuna og ekkert var að gerast og allir voru að öskra. Ég byrjaði að hugsa: Allt í lagi. Þetta er skrýtið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×