Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:29 Lilja og Oddný voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“ Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“
Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21