Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 10:58 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, harðlega fyrir ummæli sem sá síðarnefndi lét falla á öryggisráðstefnu í Munchen. Þar sagði Morawiecki að gyðingar hefðu verið meðal gerenda í útrýmingarherferð Nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu sagði ummælin svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Í lok janúar samþykkti pólska þingið frumvarp sem gerir það ólöglegt að saka pólska ríkið eða pólsku þjóðina um að hafa tekið þátt í glæpum Nasista. Ummælin umdeildu lét Mateusz Morawiecki falla þegar ísraelskur blaðamaður spurði hvort þeir sem gæfu slíkt í skyn yrðu skilgreindir sem glæpamenn. „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Hin nýju lög hafa vakið mikla reiði yfirvalda í Ísrael, Netanyahu segir að þau séu tilraun til að endurskrifa söguna og afneita Helförinni. Ísraelskir ráðamenn ætla í kjölfarið að taka til endurskoðunar lög Ísraels um afneitun við Helförinni. Ef frumvarpið nær fram að ganga gætu þeir sem afneita eða gera lítið úr hlut þeirra sem aðstoðuðu Nasista við útrýmingu gyðinga, þurft að sæta fangelsi í allt að fimm ár. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, harðlega fyrir ummæli sem sá síðarnefndi lét falla á öryggisráðstefnu í Munchen. Þar sagði Morawiecki að gyðingar hefðu verið meðal gerenda í útrýmingarherferð Nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu sagði ummælin svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Í lok janúar samþykkti pólska þingið frumvarp sem gerir það ólöglegt að saka pólska ríkið eða pólsku þjóðina um að hafa tekið þátt í glæpum Nasista. Ummælin umdeildu lét Mateusz Morawiecki falla þegar ísraelskur blaðamaður spurði hvort þeir sem gæfu slíkt í skyn yrðu skilgreindir sem glæpamenn. „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Hin nýju lög hafa vakið mikla reiði yfirvalda í Ísrael, Netanyahu segir að þau séu tilraun til að endurskrifa söguna og afneita Helförinni. Ísraelskir ráðamenn ætla í kjölfarið að taka til endurskoðunar lög Ísraels um afneitun við Helförinni. Ef frumvarpið nær fram að ganga gætu þeir sem afneita eða gera lítið úr hlut þeirra sem aðstoðuðu Nasista við útrýmingu gyðinga, þurft að sæta fangelsi í allt að fimm ár.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34