Sjálftaka þingmanna vegna endurgreiðslu á aksturskostnaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:39 Hanna Katrín segir að reglur um aksturskostnað séu ekki óskýrar. Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29